Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fordæmir dráp og ofbeldi sem á sér stað á Gaza og vill ítreka að félagið stendur ávallt með mannréttindum og gerir afdráttarlausa kröfu um að alþjóðalög séu virt í Palestínu.
Gríðarlega mikilvægt er að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsfólks og óhindrað aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Gaza. Þar blasir við yfirvofandi hrun við heilbrigðiskerfinu, hungursneyð ríkir, hjálpargögn komast ekki til skila, spítalar eru margir óstarfhæfir og heilbrigðisstarfsfólk starfi við mjög erfiðar aðstæður. Áskorun þess efnis hefur verið sent forsætis- og utanríkisráðuneytinu.
Íslenskir hjúkrunarfræðingar starfa á átakasvæðum um allan heim, þar á meðal á Gaza. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun ekki grípa til aðgerða sem geta hugsanlega komið í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar fái aðgang að svæði þar sem þeirra er þörf.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lætur sig mannréttindi ávallt varða, frið og jafnan rétt allra til heilbrigðisþjónustu, í samræmi við afstöðu Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og fleiri alþjóðlegra samtaka. Á þingi Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga í júní síðastliðnum þar sem fulltrúar 140 þjóða komu saman, samdi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt félögum hjúkrunarfræðinga á hinum Norðurlöndunum ályktun. Í þeirri ályktun kemur fram skýr afstaða gegn ofbeldi í garð heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga og áskorun til stjórnvalda og stríðandi aðila um að virða alþjóðalög og vernd heilbrigðisþjónustu, ásamt því að lýsa yfir samstöðu og þakklæti til heilbrigðisstarfsfólks sem sýnir hugrekki og óeigingirni við störf á átakasvæðum. Ályktunin var einróma samþykkt, þar á meðal af félögum hjúkrunarfræðinga í Palestínu og Ísrael.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur öll til þess að sýna samstöðu með fórnarlömbum stríðs, óréttlætis og ofbeldis og krefjast þess að mannréttindi séu virt.
Hér má lesa efni sem félagið hefur sent frá sér frá því átökin á Gaza hófust í október 2023.
Áskorun til stjórnvalda
PDF, 138.8 kb
Tími yfirlýsinga er liðinn og tafarlausra aðgerða krafist
Opna vef
Ályktun hjúkrunarfélaga Norðurlanda samþykkt á þingi ICN
Opna vef
Sleppa á öllu heilbrigðisstarfsfólki án tafar
Opna vef
Koma þarf í veg fyrir árásir á heilbrigðisstarfsfólk
Opna vef
Nauðsynlegt að koma á friði á Gaza
Opna vef
Fordæming á ofbeldi á Gaza
Opna vef
Fordæming á sprengjuárás á sjúkrahús á Gaza
Opna vef